Tveir leikmenn til reynslu
Næstu daga verða tveir leikmenn til reynslu hjá okkur. Goran Jovanovski er þegar mættur en hann er frá Makedoníu og er þrítugur að aldri. Í dag bætist svo Adam Larsson í hópinn en hann er 21 árs Svíi sem er á mála hjá Mjällby þar í landi. Báðir eru þessir leikmenn varnarmenn. Þeir munu æfa með liðinu og verða svo með í æfingaleik gegn Fjölni í Reykjaneshöllinni á laugardaginn kl. 10:00.
Mynd: Adam Larsson verður til reynslu hjá Keflavík.