Tveir léku síðasta úrslitaleik
Eins og flestum er eflaust í fersku minni lék Keflavík síðast í úrslitum bikarkeppninnar fyrir sjö árum þegar liðið varð bikarmeistari eftir tvo hörkuleiki gegn ÍBV. Af þeim leikmönnum sem léku þá leiki eru tveir enn í herbúðum okkar. Hér má sjá hvernig liðið var skipað í seinni leiknum gegn ÍBV árið 1997 samanborið við liðið gegn HK í undanúrslitaleiknum á dögunum.
Keflavík ´04 |
Keflavík ´97 Bjarki Freyr Guðmundsson Jakob Jónharðsson Guðmundur Oddsson Kristinn Guðbrandsson Karl Finnbogason Jóhann B. Guðmundsson Eysteinn Hauksson Gunnar Oddsson Gestur Gylfason Guðmundur Steinarsson Haukur Ingi Guðnason Anton Hartmansson Snorri Már Jónsson Gunnar Sveinsson Adolf Sveinsson Þórarinn Kristjánsson |
• Þeir Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Kristjánsson leika enn með Keflavíkurliðinu. Árið 1997 voru þeir nýbyrjaðir að leika með meistaraflokki enda var Guðmundur þá 17 ára og Þórarinn aðeins 16 ára.
• Aðrir leikmenn hafa sumir skipt um félag. Bjarki Freyr Guðmundsson og Adolf Sveinsson léku með Stjörnunni í sumar, Gunnar Sveinsson og Snorri Már Jónsson léku með Njarðvík og þeir Eysteinn Hauksson og Gestur Gylfason með Grindavík. Haukur Ingi Guðnason er í röðum Fylkismanna þó hann hafi ekkert leikið með í sumar vegna meiðsla og Jóhann B. Guðmundsson er atvinnumaður með Örgryte í Svíþjóð.
• Nokkrir sem léku ´97 hafa lagt skóna á hilluna en sumir hafa snúið sér að þjálfun. Jakob Jónharðsson er aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðins, Kristinn Guðbrandsson þjálfar 2. flokk Keflavíkur/Njarðvíkur og Gunnar Oddsson þjálfar Reyni í Sandgerði en hann þjálfaði einmitt Keflavík árið 1997 ásamt Sigurði Björgvinssyni.
• Anton Hartmanson var varamarkvörður í 97´-leiknum en hann tók við því hlutverki þegar Bjarki tók stöðu Ólafs Gottskálkssonar um mitt sumar en Ólafur gekk þá í raðir Hibernian. Anton var þá orðinn 37 ára gamall. Hann hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna en er enn tengdur knattspyrnunni á Selfossi þaðan sem hann kom til Keflavíkur.
• Varnarjaxlarnir Guðmundur Oddsson og Karl Finnbogason hafa báðir lagt skóna á hilluna. Karl hefur þó af og til leikið með Víði undanfarin ár og þjálfaði liðið ásamt Kristni Guðbrandssyni árið 2003.