Fréttir

Knattspyrna | 25. janúar 2005

Tveir nýjir skrifa undir hjá Keflavík

Tveir nýjir leikmenn skrifuðu undir samning við Keflavík um helgina.  Gamall og reyndur refur snýr aftur heim eftir útilegu í Grindavík í nokkur ár.  Það er hinn síungi Gestur Gylfason aldrei sprækari sem mættur er í baráttuna á heimaslóð og setur markið hátt eins og alltaf.  Það er góður liðsstyrkur fyrir okkur Keflvíkinga að fá jafn reyndan og traustan leikmann í hópinn.  Gestur mun örugglega reynast þeim fjölmörgu ungu leikmönnum sem skipa hópinn vel þegar út í hina hörðu baráttu verður komið.

Þá skrifaði ungur og efnilegur leikmaður Ásgrímur Albertsson undir tveggja ára samning við Keflavík.  Ásgrímur kemur frá HK og er öflugur varnarmaður sem við bindum miklar vonir við.  Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Keflvíkinga hvað margir ungir og efnilegir leikmenn hafa sóst eftir því að ganga í okkar raðir og ef að líkum lætur fá einhverjir þeirra samning við liðið þegar þeir hafa sannað sig fyrir þjálfurum liðsins.


Ásgrímur og Gestur. (Mynd: Jón Örvar Arason)