Tveir sigrar hjá 2. flokki
A- og B-lið 2. flokks unnu bæði leiki sína í Faxaflóamótinu um helgina. Á laugardag vann A-liðið Stjörnuna á útivelli 2-3. Mörk Keflavíkur skoruðu Davíð Hallgrímsson og Ólafur Berry tryggði sigurinn á síðustu sekúndu leiksins.
B-liðið vann Gróttu 1-4. Mörk Keflavíkur skoruðu Björgvin Magnússon, Garðar Sigurðsson, Anton Ellertsson og Garðar Sigurðsson. Markvörður Keflvíkinga Stefán Sigurjónsson gerði sér lítið fyrir í leiknum og varði vítaspyrnu Gróttumanna.