Fréttir

Knattspyrna | 28. júlí 2005

Tveir sigrar og góður dagur í Liverpool

Stúlkurnar í 4. flokki áttu góðan dag á Knowsley-mótinu í Liverpool í gær og unnu báða leiki sína.  Hjá 11 manna liðinu vannst stórsigur á Brazil Girls.  Lokatölur urðu 6-0; Fanney Kristinsdóttir og Guðrún Ólöf Olsen gerðu tvö mörk og þær Berta Björnsdóttir og Sveindís Þórhallsdóttir eitt hvor.  7 manna liðið átti einnig góðan dag og vann Moesley Hill 2-1; Ingunn Hauksdóttir gerði bæði mörkin og var valin maður leiksins.  Í gærkvöldi fór hópurinn síðan á leik Wigan og Preston.

Í dag er stór dagur hjá stelpunum.  Þær fara í skoðunarferð á Anfield Road og síðan leika bæði liðin leiki þar sem sæti í úrslitum er í húfi.  Meira er hægt að sjá um ferðina á bloggsíðu yngri flokka stúlkna.