Tveir sigrar og tvö töp hjá 5. flokki gegn ÍBV
Piltarnir í 5. flokki spiluðu gegn ÍBV á Íslandsmótinu í gær, leikið var á Iðavöllum í strekkings vindi. Piltarnir stóðu sig með miklum ágætum en sigrar höfðust hjá A og C liðum en B og D liðin biðu lægri hlut. Leikirnir fóru sem hér segir:
A - lið:
Keflavík - ÍBV 4 - 0 (1 - 0)
Mörk Keflavíkur: Samúel Kári Friðjónsson 2 og Elías Már Ómarsson 2.
Keflavík hefur gengið mjög vel í A - liða keppninni í ár og er liðið með fullt hús stiga.
Staðan í riðlinum.
Leikskýrsla.
B - lið:
Keflavík - ÍBV 1 - 3 (0 - 1)
Mark Keflavíkur: Annel Fannar Annelsson.
Staðan í riðlinum.
Leikskýrsla.
Sameiginleg staða A og B liða.
C - lið:
Keflavík - ÍBV 3 - 2 (2 - 0)
Mörk Keflavíkur: Arnór Smári Friðriksson, Birkir Freyr Birkisson og Kornel Aleksander Wolak.
Staðan í riðlinum.
Leikskýrsla.
D - lið:
Keflavík - ÍBV 1 - 3 (1 - 1)
Mark Keflavíkur: Fannar Ingi Sigurjónsson.
Staðan í riðlinum.
Leikskýrsla.
Á döfinni hjá flokknum er stórmót þeirra KA manna, N1 mótið (áður Essó mótið) en þetta er eitt stærsta íþróttamót landsins. Mikil tilhlökkun er hjá piltunum en mótið stendur yfir dagana 4. - 8. júlí.