Tveir sigrar um síðustu helgi
Okkar menn léku tvö leiki um síðustu helgi og sigruðu í þeim báðum. Keppni hófst í Íslandsmótinu innanhúss, Futsal, og við byrjuðum á heimaleik gegn Leikniu/KB. Þar fóru leikar 12-9 fyrir Keflavík þar sem Sigurður Gunnar Sævarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson gerðu báðir þrennu. Næsti leikur er gegn Víði í íþróttahúsinu í Garðinum og fer sá leikur fram mánudaginn 15. nóvember kl. 18:15. Þess má geta að búið er að gera nokkrar breytingar á leikdögum í riðlinum.
Auk þess að hefja leik í Futsal var tekinn einn æfingaleikur gegn Leikni. Þar vann Keflavík 3-1 þar sem Bojan Stefán skoraði úr víti og þeir Haukur Ingi og Theodór Guðni gerðu eitt mark hvor.
Sigurður með Íslandsbikarinn í fyrra.