Fréttir

Knattspyrna | 5. október 2006

Tveir ungir til Keflavíkur

Á dögunum gengu tveir ungir og efnilegir knattspyrnumenn til liðs við okkur í Keflavík.  Þeir Óttar Steinn Magnússon og Högni Helgason skrifuðu undir þriggja ára samninga við Keflavík en piltarnir koma frá Hetti á Egilsstöðum.  Þeir félagar eru báðir 17 ára gamlir og léku báðir með meistaraflokki Hattar í 3. deildinni í sumar.  Við bjóðum Óttar og Högna velkomna og væntum mikils af þeim í framtíðinni. 


Óttar, Rúnar formaður og Högni ganga frá samningunum.
(Mynd frá
Víkurfréttum)