Tvö töp í Lengjubikarnum
Karla- og kvennalið Keflavíkur töpuðu bæði leikjum sínum í Lengjubikarnum. Strákarnir töpuðu fyrir Val í 8 liða úrslitunum í Egilshöllinni í gærkvöldi. Baldur Sigurðsson kom okkar mönnum yfir en Atli Sveinn Þórarinsson, Helgi Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson tryggðu Val sigur og sæti í undanúrslitum keppninnar. Kvennaliðið lék gegn KR í Frostaskjóli á laugardaginn og tapaði 8-1. Liðið hefur lokið sínum leikjum og fékk 6 stig úr leikjunum fimm.
Markið frá Baldri dugði ekki gegn Valsmönnum.
(Mynd: Jón Örvar Arason)