Tyrklandspistill 1 - Komnir á áfangastað
Á laugardag hélt meistaraflokkur karla í æfingarferð til Tyrklands og hafa þegar sent fyrsta pistilinn heim:
Komum upp á Hótel Adora seint á laugardagskvöldinu og voru flestir fegnir þegar þeir loksins komust í rúmið, enda var flugið langt. Í gær (sunnudag) var frjáls tími til kl. 13.00 en þá var farið í gönguferð um nágrennið. Og svo kl. 16.15 var fyrsta æfingin og var hún í 90 mínútur og var hressilega tekið á því. Þeir Brynjar og Hafsteinn æfðu ekki í gær en Hafsteinn var með hálsbólgu og Brynjar tognaður aftan í læri.
Hótelið er mjög gott og herbergin virkilega góð. Aðstaðan hér er til mikillar fyrirmyndar. Maturinn er góður hér hvort sem það er morgunmatur, hádegismatur eða kvöldmatur.
Í dag var æfing kl. 9.15 og fundur með leikmönnum kl 13.30. Seinni æfingin byrjar svo kl 16.15. Strákarnir vildu skila kveðju heim. Það verður farið snemma í háttinn í kvöld.
Þar til næst……
Þessir herbergisfélagar eru orðnir mjög nánir...
Aðstaðan í Tyrklandi er ekki amaleg...
...og umhverfið ekki heldur.