Tyrklandspistill 10 - Létt og lipurt
Dagurinn byrjaði snemma eins og alltaf og eftir morgunmatinn gerðu menn sig klára fyrir æfinguna sem var kl. 9:00. Hundurinn Basra tók á móti okkur eins og vanalega og var hann að sniglast hjá okkur alla æfinguna. Æfingin var með léttara móti, enda menn að spila í gær. Létt spil, skallatennis, markmenn teknir í gegn eins og vanalega og svo var endað á teygjum og slökun. Eftir hádegi var frí og menn fundu sér eitthvað að gera, hvort sem það var á hótelinu eða annars staðar. Menn horfðu að sjálfsögðu á leik Boro og Man. Utd. í sjónvarpinu og voru sumir ekki ánægðir með dómara leiksins þar.
Á morgun er æfing kl. 9:00, sú síðasta í þessari ferð. Heimferð annað kvöld og við lendum upp úr miðnætti á klakann. Sigurbergur er að braggast en hann er betri en í gær. Falur Daða, sjúkraþjálfari og stórhlaupari, er magnaður. Hann hleypur nánast daglega og í dag hljóp hann 13 km hérna um svæðið. Þetta hefur Falur gert nánast daglega frá því við komum út og er í góðu formi þessa dagana.
Þar til næst
Kveðja,
Jón Örvar