Tyrklandspistill 11 - Þrumur, eldingar og Karaoke
Tyrkland kvaddi okkur með þrumum, eldingum, úrhellisrigningu og gúllasi í kvöld er nýliðaskemmtiatriðin voru flutt á sviðinu á Hótel Adora á sunnudagskvöldinu. Mikil spenna var í hópnum er það spurðist út að nýliðaatriðin yrðu Karaoke-söngvar á flennistóru sviðinu á hótel Adoru fyrir framan fullan sal af fólki. Svíarnir Ivica og Patrik riðu á vaðið með The Winners Takes It All og fluttu þeir lagið á dæmigerða sænska vísu, rólega og yfirvegað... Kannski hefði verið betra að þeir hefðu sungið textann á sænsku en hvað um það. Maggi Matt tók síðan Pretty Woman áður en smellur kvöldsins var fluttur. Britney Spears sjálf birtist á sviðinu í líki Sigurbergs og með rassskellum sínum sló unglingurinn í gegn með ótrúlegum tilburðum við textann og sjálfur Dói hummaði með þótt dætur hans yrðu alls kostar ekki ánægðar með það. Því næst stigu á sviðið Brynjar og Haffi FF og vakti tvibba atriði þeirra það mikla athygli að þeir voru klappaðir upp og þá mest af Carlosi yfirmanni Karaoke stemmningarinnar, oay, ogay. Því næst kom sjálfur sjúkraþjálfarinn á svið eftir að Haddi hafði „beilað“ á I Will Always Love You. Falur „Harði“ Daðason hummaði fram af sér Eye Of The Tiger af þvílíkri innlifun að sjálfur Rod Stewart fann sig knúinn til að standa upp og klappa fyrir sjúkraranum. Botninn í „karokkíð“ sló Raiko með trommulagi. Frábært lokakvöld Keflavíkurliðsins í Tyrklandi í þetta sinn...
Í fyrramálið er svo síðasta æfingin en það er leikur yngri og eldri. Gummi Steinars sagði þurfa að pakka tvivar á morgun, þ.e.a.s í töskuna og svo þeim yngri í fyrramálið. Ekki þótti Símun þetta fyndið og sagðist þurfa að pakka tíu sinnum, hverjum og einum leikmanni eldra liðsins og svo í töskuna.
Kveðja,
Jón Örvar
Ivo og Redo ríða á vaðið.
Maggi Matt tók gamlan slagara.
Sigurbergur Spears.
Með dansatriðið á hreinu.
Bessi í rólega gírnum.
Brynjar og Haffi.
Falur „Harði“ með Rocky-atriði.