Tyrklandspistill 12 - Lokaleikurinn, eldri gegn yngri
Jæja, þá er kominn tími að ljúka þessari Tyrklandsferð. En lokaæfingin var á mánudeginum kl. 9:00 og lauk með leik á milli eldri leikmanna gegn þeim yngri. Margar góðar setningar fengu að fjúka á milli manna í upphitun og spennan var mikil. Spilað var 2x20 mínútur. Þeir eldri byrjuðu vel og skoruðu fyrstu mörkin og voru menn á áhorfendapöllunum vissir um stórsigur þeirra eldri. En þeir yngri neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn tvisvar sinnum. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir þá skoraði Guðjón Ant sigurmarkið fyrir þá eldri. Góðir dómarar leiksins voru þeir Patrik Redo og Brynjar Örn. Eftir leik notuðu leikmenn tímann í að sóla sig þessar fáu klukkustundir sem var í heimferð. Góð ferð á enda komin.
Kveðja
Jón Örvar
Eldra liðið vígalegt að sjá.
Þeir yngri, kokhraustir að venju.
Fyrirliðarnir skiptast á fánum.
Ivo var að skora!
Símun og Gaui berjast.
Dómararnir Brynjar og Redo.
Tveir sterkir; Bjössi og Mete kljást.
Það er fleira en markið sem þessir eru að verja!
Sigurliðið, þeir eldri.