Fréttir

Knattspyrna | 1. apríl 2008

Tyrklandspistill 2 - Púlið byrjað

Mánudagur: Dagurinn byrjaði snemma, æfing kl. 9:15 sem þýddi að menn þurftu að mæta snemma í morgunmatinn.  Nokkur ný andlit sáust á fyrri æfingunni, má þar nefna Guðmund ,,special training Reykjavik“ Mete, Þórarinn bjargvætt og Skiljú.  Menn hafa velt fyrir sér hvað verði um hárblásarann og hrossagreiðuna hjá Ivo eftir nýja ,,Haircuttið“.  Eftir hádegismatinn var svo fundur með Kristjáni þjálfa þar sem menn ræddu málin vel og lengi.

Á seinni æfingunni fór svo kapphlaup aldarinnar fram.  Guðmundur ,,S.T.R.“ Mete fékk verðuga keppni frá skjaldbökunni Leonardo.  Kapphlaupið varð eiginlega aldrei spennandi því það var eins og Leonardo áttaði sig ekki á hraða Guðmundar og vann Guðmundur með yfirburðum.  Þarna sannaðist hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.  Annars var vel tekið á því í dag og menn hressir eftir erfiði dagsins. Brynjar, Hafsteinn, Ivo og Redo voru ekki með í dag en voru á fullu í líkamsræktarsalnum.  Annars er Falur Daða snöggur að koma mönnum í lag af sinni alkunnu snilld.  Á morgun er létt æfing kl. 9:15 og svo er spilað gegn Tyumen frá Rússlandi.

Myndir: Jón Örvar