Tyrklandspistill 6 - Njarðvíkingur á barmi taugaáfalls
Sá einstæði atburður átti sér stað í dag í æfingaferð Keflvíkinga til Tyrklands að Njarðvíkingurinn Óskar Hauksson var á barmi taugaáfalls. Óskar lá við sundlaugarbakkann og sleikti sólina ásamt nokkrum leikmönnum Keflavíkur átti sér einskis ills von þegar skjaldbakan Kazim, sonur skjaldbökunnar Leonardo sem svo eftirminnilega keppti í 400 metra hlaupi við Guðmund Mete daginn áður, stillti sér upp á brjóstkassa Óskars (sem telur þó nokkra þumlunga) með hjálp Hallgríms Jónassonar, ógnaði honum og bauð í einvígi. Hvers vegna Kazim ógnaði Óskari með þessum hætti er enn ekki vitað þó vissulega hafi vaknað grunur á meðal leikmanna Keflavíkur að eftir stórkostlegan sigur Mete gegn föður Kazim daginn áður hafi tími hefndar verið runninn upp gegn knattspyrnumönnum Reykjanesbæjar af hálfu Turtles feðga. Óskar sýndi áður óþekkt viðbrögð knattspyrnumanna og tók „þyrluspaðana“ til þess að fá Kazim ofan af áætlunum sínum. Hér má sjá viðbrögð Óskars við ógninni: