Fréttir

Knattspyrna | 3. apríl 2008

Tyrklandspistill 7 - Kæruleysi?

Í dag, fimmtudag, var aðeins æft fyrir hádegi og leikurinn sem fyrirhugaður var eftir hádegi blásinn af og leikmönnum gefið frí.  Þetta var gert til þess að fá leikmenn eins ferska í leikinn á laugardag og mögulegt.  Margir af þeim sem ekki léku leikinn gegn Rússunum eiga möguleika á að spila einhverjar mínútur á laugardag gegn norska liðinu Kjelsás.  Mikið var rifist um atriði úr leik Arsenal - Liverpool frá kvöldinu áður og alls kyns söngvar fóru í loftið um ágæti eigin liðs og fleira.  Hluti af hópnum nýtti sér tímann og fór til Antalya til að skoða sig um eftir fund með Kristjáni þar sem áfram var unnið í málefnum liðsins fyrir keppnistímabilið framundan.  Nú upp úr hádegi fóru rigningaskúrir að gera vart við sig og því lítið verið að sóla sig...

Þar til næst....

Kveðja
Jón Örvar