Fréttir

Knattspyrna | 5. apríl 2008

Tyrklandspistill 8 - Einn á sjúkrahúsi, hinir æfa

Hér kemur föstudagspistill Jóns Örvars sem komst því miður ekki inn á síðuna í gær:
Ivica Skilju var fluttur á sjúkrahús í gærkvöldi og var hann þar yfir nótt.  Eftir rannsókn í nótt og í morgun var honum hleypt heim á hótel.  Þetta eru líklega vírussýkingar í maga og á hann að taka því rólega næstu daga.  Hann var orðinn mikið hressari í dag.

Annars var æfing í morgun kl. 9:00 og voru allir með nema Skilju, Einar Orri með hálsbólgu og Brynjar sem má fara að skokka á morgun.  Þetta var hressileg æfing eins og venjulega og mikið tekið á.  Það er alltaf einn sem tekur á móti okkur á æfingasvæðinu en það er hundurinn Basra og er hann alltaf með okkur á æfingum.  Mikill vinskapur er orðinn á milli hans og Dóa.

Eftir hádegismat fóru menn að tínast í nudd (tyrknest nudd) og fínerí sem boðið er upp á hér á hótelinu.  Eftir það voru menn að tana sig og að busla í sjónum.  Annars eru menn núna að taka því rólega enda æfing í fyrramálið kl. 9:00 og svo leikur kl. 16:00 við norska 2. deildar liðið Kjelsás.

Þar til næst….

Kveðja
Jón Örvar