Fréttir

U-15 karla
Knattspyrna | 30. september 2022

U-15 karla

Lúðvík Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 karla hefur valið hóp sinn sem tekur þátt í UEFA Development Tournament í Slóvníu dagana 10.-16. október næstkomandi.


Í hópnum eru 20 leikmenn og þar eigum við einn fulltrúa úr okkar yngri flokkum.  Mihajlo  Rajakovac sem er fæddur 2008 og var að klára 4. flokk hjá okkur hefur verið valinn í þetta verkefni.  Mihajlo er mjög hæfileikarikur knattspyrnumaður sem verður áhugavert að fylgjast með í framtíðinni.

Knattspyrnudeildin óskar Mihajlo innilega til hamingju og óskar honum góðs gengis.  Við erum afar stolt af honum og þessu tækifæri sem bíður hans.