Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2003

U23 liðið í bikarnum á þriðjudag

U23 ára lið Keflavíkur leikur gegn jafnöldrum sínum í Þrótti í VISA-bikarnum í þriðjudag.  Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 20:00.  Það er ástæða til að hvetja fólk til að mæta á völlinn og hvetja strákana en U23 ára liðið hefur náð góðum árangri í bikarkeppninni undanfarin ár og verið lýsandi dæmi um þann fjölda ungra og efnilegra knattspyrnumanna sem hafa komið fram á sjónarsviðið í Keflavík síðustu ár.