Una Margrét með U-17 ára
Una Margrét Einarsdóttir er í U-17 ára landsliðshópi kvenna sem kemur saman til æfinga dagana 2.-4. júní. Úlfar Hinriksson þjálfari liðsins hefur valið 23 stúlkur til að taka þátt í æfingunum.
Una Margrét er 16 ára gömul en hún lék fyrst með meistaraflokki árið 2013 og á nokkra leiki að baki í 1. deildinni. Hún hefur þegar leikið sjö leiki með U-17 ára landsliðinu og skorað tvö mörk í þeim leikjum. Þess má geta að Una var fyrirliði Íslands gegn Englendingum á Norðurlandamóti í Svíþjóð á síðasta ári.
Við óskum Unu góðs gengis með landsliðinu.