Fréttir

Knattspyrna | 1. maí 2006

Undanúrslitasigur á Eyjamönnum

Keflavíkurliðið komst í úrslitaleik Deildarbikarkeppninnan með 2-1 sigri á ÍBV í undanúrslitunum.  Eyjamenn voru þó sterkari í fyrri hálfleik og höfðu forystu í hálfleik, 1-0.  Gerðar voru breytingar á liðinu í hálfleik og uppstillingunni breytt.  Í seinni hálfleik gekk mun betur; boltinn gekk milli manna og Keflavík stjórnaði leiknum.  Danny Severino átti góða innkomu og fyrirgjafir hans voru stórhættulegar.  Að lokum fór svo að ein þeirra hrökk af varnamanni og í netið og staðan orðin jöfn.  Lokastaðan því 1-1 og grípa þurfti til framlengingar.  Þar voru okkar menn hættulegri og tryggðu sér sigurinn þegar Hólmar Örn átti glæsilega rispu, sendi á Guðmund sem gat ekki annað en skorað í opið markið.  Sigur í höfn og við tekur úrslitaleikur gegn Íslandsmeisturum FH.

Keflavík: Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Ólafur Þór Berry (Danny Severino), Branko Milicevic (Geoff Miles) - Hólmar Örn Rúnarsson, Buddy Farah, Baldur Sigurðsson, Magnús Þorsteinsson (Ólafur Jón Jónsson) - Símun Samuelsen - Guðmundur Steinarsson

Meiddir: Kenneth Gustafsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hallgrímur Jónasson, Þórarinn Kristjánsson, Ingvi Rafn Guðmundsson


Guðmundur skorar sigurmarkið eftir frábæran undirbúning Hómars.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)