Ungir Keflvíkingar með landsliðum
Þó nokkuð af okkar unga og efnilega knattspyrnufólki hefur verið í verkefnum með yngri landsliðum Íslands það sem af er árinu.
Þeir Sigurbergur Bjarnason og Stefan Alexander Ljubicic eru á leið með U-17 ára landsliði karla til Skotlands. Liðið leikur þar tvo vináttuleiki við Skota 23. og 25. febrúar.
Aníta Lind Daníelsdóttir var einnig á ferðinni með U-17 ára landsliði kvenna sem lék einmitt gegn Skotum í byrjun mánaðarins. Anita lék seinni leikinn sem fór fram í Egilshöll og lauk með 4-2 sigri Íslands.
Nokkrir Keflvíkingar hafa svo tekið þátt í úrtaksæfingum yngri landsliða undanfarið. Sveindís Jane Jónsdóttir verður með U-16 ára landsliði kvenna sem æfir um næstu helgi og Una Margrét Einarsdóttir var með U-19 ára liðinu á dögunum. Samúel Traustason æfði með U-19 ára landsliðinu, Ísak Óli Ólafsson tók þátt í úrtaksæfingum U-17 ára liðsins og Björn Aron Björnsson var með U-16 ára landsliði karla.
Það er ánægjulegt að sjá okkar ungu leikmenn fá tækifæri til að taka þátt með yngri landsliðunum og við óskum þeim góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.
Á myndinni fyrir neðan er Anita Lind í byrjunarliði U-19 ára liðsins gegn Skotum. Anita er önnur frá hægri í aftari röð, númer 19. Þar fyrir neðan eru Sigurbergur og Stefan í leik í Pepsi-deildinni síðasta haust.