Fréttir

Knattspyrna | 17. desember 2007

Ungir leikmenn til Keflavíkur

Um helgina barst Keflavík góður liðsstyrkur þegar fjórir ungir leikmenn skrifuðu undir samning hjá okkur.  Piltarnir koma frá Tindastóli á Sauðárkróki.  Þeir eru 16 og 17 ára gamlir og eru því gjaldgengir í 2. flokk hjá okkur næsta sumar.  Þeir munu koma til liðs við okkur strax eftir áramót og stunda nám hér í Fjölbrautaskólanum samhliða því að æfa knattspyrnu.  Það er ljóst að þeir verða mikil og góð viðbót við Keflavík sem ætlar sér stóra hluti næsta sumar í 2. flokki.

Á fyrri myndinni eru frá vinstri Arnar Skúli Atlason, Fannar Freyr Gíslason, Arnar Magnús Róbertsson og Ingvar Björn Ingimundarson.  Á seinni myndinni hefur nýráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar, Friðrik Rúnar Friðriksson, komið sér fyrir mitt á milli þeirra.