Fréttir

Knattspyrna | 17. nóvember 2005

Uppgjör Fjölskylduklúbbs Keflavíkur

Fjölskylduklúbbur Keflavíkur sem stofnaður var í upphafi keppnistímabilsins í vor hefur skilað stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur uppgjöri fyrir fyrsta starfssumar klúbbsins.  Alls voru tekjur klúbbsins af sölu og árgjöldum félagsmanna, sem eru töluvert á annað hundrað, 850.000 kr.  Kosnaður vegna kaupa á söluvarningi og ýmsu vegna meistaraflokks karla var 523.279 kr.  Fjölskylduklúbburinn hefur afhent Knattspyrnuráði 150.500 kr. í peningum auk þess sem þau gáfu meistaraflokki karla handklæði með ísaumuðu K-merki að verðmæti 80.000 kr.  Þá á Fjölskylduklúbburinn vörur á lager að verðmæti 75.000 kr. á útsöluverði.  Þetta er ótrúlega glæsilegur árangur Fjölskylduklúbbsins og mun betri en við gerðum okkur vonir um þegar við renndum í vor blint í sjóinn með hvernig þetta myndi gera sig.  En þegar dugmikið fólk með K-hjarta í gegn tekur að sér svona félagsstarf er von á öllu eins og þau sýndu í sumar með gríðarlega skemmtilegum uppákomum fyrir leiki liðsins á heimavelli og vil ég fyrir hönd okkar allra þakka þeim glæsilega byrjun á ört stækkandi fjölskylduklúbbi.  Stjórn klúbbsins var skipuð þeim Ingu Ósk Ólfsdóttur, Hjördísi Baldursdóttur, Guðrúnu Skagfjörð og Guðlaugi Sigurjónssyni.  Þau eru algjörar hetjur með þessari vasklegu framgöngu og gefa öðrum tóninn fyrir næsta sumar sem bíða spennt eftir keppnistímabilinu eins og við öll.  Takk fyrir okkur, krakkar.  ási  


Frá heimsókn meistarflokks á lokahátíð Fjölskylduklúbbsins.