Fréttir

Knattspyrna | 19. ágúst 2005

Upphitun á sportbarnum Traffic fyrir leik

Næsta sunnudag spilar Keflavík mjög mikilvægan leik við ÍA.  Liðið sem ber sigur úr býtum stendur vel að vígi í baráttunni um þriðja sætið sem mjög líklega gefur Evrópusæti. 
 
Til að skapa stemmingu fyrir leikinn hefur myndast áhugi hjá stuðningsmönnum að hittast fyrir leik á Traffic.  Kl. 15:00 er leikur Arsenal og Chelsea og eftir hann er áætlað að sýna brot frá síðustu bikarsigrum okkar,  verið er að kanna hvort það sé framkvæmanlegt.  Einnig er verið að kanna að ákveðnir leikmenn kíki við áður en þeir mæta á völlinn.  Ef mæting verður góð er möguleiki að þjálfarinn kíki við og kynni byrjunarliðið og fari aðeins yfir leikinn. 
 
Fyrir hönd stuðningsmanna Keflavíkur vill ég hvetja alla til að kíkja við á Traffic áður en farið verður á leikinn.  Pumasveitin mun mæta og vonandi mæta einnig fólk frá hinum ýmsu stuðningsklúbbum Keflavíkur eins og K-klúbbnum, Sportmönnum og Fjölskylduklúbbnum.  Ef mæting er góð, mun það eflaust skila sér í öflugum stuðningi á leiknum.
 
Þetta getur verið frábær upphitun fyrir stórleikinn á móti Mainz í næstu viku.
 
Fyrir hönd stuðningsmanna
Rúnar I. Hannah
 
Umræða og frekari upplýsingar: http://www.blog.central.is/kef-fc/