Upphitun í gangi
Mikið er að gera í fótboltabænum Mainz í dag. Fjöldi stuðningsmanna liðsins um 100 manns eru að ferðbúast til Íslands til að fylgja liði sínu í Evrópukeppninni. Frétt þess efnis að stuðningsmenn Keflavíkur bjóði stuðningsmönnum Mainz 05 að hita upp með sér á Ölver fyrir leikinn á fimmtudag frá kl. 16:00 mun birtast í öllum dagblöðum í Mainz í fyrramálið. Það vakti mikla athygli forráðamanna Mainz og blaðamanna þetta tilboð stuðningsmanna Keflavíkur en kom þeim ekki svo á óvart en framkoma Keflvíkinga í Frankfurt á fyrri leiknum vakti aðdáun Þjóðverja. Þar sem gleðin og ánægjan ríkti ásamt kurteisi í garð heimamanna. Því má bæta við að Hafnarfjarðarmafían mun styrkja Pumasveitina í upphituninni á Ölver og einnig á leiknum, samvinna í lagi.
Það verður dregið í þriðju umferð í Monaco á föstudaginn kl. 14:00, hverja fáum við?
Áfram Keflavík