Uppskeruhátíð hjá PUMA-umboðinu
Áður en haldið var á lokahóf KSÍ á dögunum heimsóttu leikmenn og stjórnarmenn TÓ ehf. sem er umboðsaðili PUMA á Íslandi. Þar var vel tekið á móti hópnum í glæsilegum húsakynnum fyrirtækisins. Keflavík hefur leikið í PUMA-búningum undanfarin þrjú ár og TÓ hefur verið einn helsti samstarfsaðili Knattspyrnudeildar. Mikil ánægja hefur verið með þetta góða samstarf og nýlega var samið um framlengingu þess til næstu þriggja ára. Það var því vel við hæfi að halda upp á góðan árangur inn á vellinum og gott samstarf utan hans. Bikarinn góði var að sjálfsögðu með í för enda fara Keflavíkingar ekkert án hans þessa dagana. Við þökkum Tómasi Torfasyni og starfsmönnum hans fyrir frábærar móttökur.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir og Jón Örvar Arason