Knattspyrna | 27. október 2004
Úrslit hjá 3. flokki
Á mánudaginn spiluðu piltarnir í 3. flokki gegn ÍA í Faxaflóamótinu, leikið var í Reykjaneshöll. Um var að ræða hörkuleiki í keppi A- og B-liða. Skagamenn höfðu betur í leik A-liðanna 2-4, mörk heimamanna gerðu Viktor Guðnason og Einar Orri Einarsson. Í leik B-liðanna fóru leikar þannig að Skagamenn sigruðu í miklum markaleik 5-7. Mörk Keflavíkur gerðu: Guðmundur Gunnarsson 2, Sindri Björnsson, Davíð Þorsteinsson og eitt mark var sjálfsmark. Næsti leikur Keflavíkur í Faxaflóamótinu er gegn HK n.k. sunnudag í Kópavogi.