Fréttir

Knattspyrna | 18. apríl 2005

Úrslit hjá 3. flokki

Keflavík lék gegn ÍA í Faxaflóamóti 3. flokks karla í Reykjaneshöllinni á sunnudag.  Um hörkuleik var að ræða hjá A-liðunum þar sem Skagapiltar leiddu 0-1 í hálfleik með marki Björns Bergmanns Sigurðssonar á 26. mínútu.  Keflavíkurpiltar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn á 70 mínútu með marki frá Björgvini Magnússyni og þar við sat.

Í leik B-liðanna voru Keflvíkingar sprækir í fyrri hálfleik og leiddu 2 -1 í leikhléi með mörkum frá Fannari Þór Sævarssyni og Davíð Þorsteinssyni.  Í seinni hálfleik mætti „aðeins“ eitt lið til leiks og það voru því miður Skagamenn!  Piltarnir af Skipaskaga settu 5 mörk í seinni hálfleik og sigruðu 2-6.