Fréttir

Knattspyrna | 15. nóvember 2004

Úrslit hjá 3. flokki í Faxaflóamótinu

Í gær lék 3. flokkur kvenna síðasta leik sinn í Haust/Faxaflóamótinu er þær fengu FH í heimsókn.  Leikið var í Reykjaneshöllinni og lauk leiknum með sigri Keflavík 11-1.  Stelpurnar léku fimm leiki í mótinu, fjórir sigrar og eitt tap sem verður að teljast nokkuð góður árangur.

3. flokkur kvenna:
Keflavík - FH: 11-1  (Helena Rós Þórólfsdóttir 4, Anna Rún Jóhannsdóttir (markmaður) 2, Eva Kristinsdóttir, Karen Sævarsdóttir, Andrea Frímannsdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Birna Marín Aðalsteinsóttir)