Úrslit hjá 4. flokki kvenna
Á laugardaginn tók 4. flokkur kvenna á móti ÍBV á Iðavöllum en leikið var í A-, B- og C-liðum en C-liðið var mannað stelpum úr 5. flokki og stelpum sem léku með B-liði. Bæði A- og B-liðin töpuðu sínum leikjum en C liðið gerði jafntefli.
Nokkurt jafnræði var með A-liðunum í leik þeirra og jafnt í hálfleik, 0-0. Í þeim seinni var munurinn sá að gestirnir kláruðu sín færi á meðan okkar stelpur virtust ekki hafa neitt sjálfstraust til að vera með boltann og klára sín færi, það átti alltaf að láta aðrar klára færin. Lokastaðan 0-2.
Stelpurnar í B-liðinu sáu aldrei til sólar enda lið ÍBV ekkert síðra en A-lið þeirra og munu þær sigra riðilinn nokkuð auðveldlega. Í hálfleik var staðan 0-6 og okkar stelpur búnar að gefast upp og þurftu að sætta sig við sitt stærsta tap, 0-13.
C-liðið var að standa sig vel og þá sérstaklega stelpurnar úr 5. flokki. Leiknum lauk með jafntefli 1-1 og var það Zohara Kristín sem skoraði markið.