Úrslit hjá 5. flokki
5. flokkur karla lék gegn Gróttu á Íslandsmótinu í gær, miðvikudag, leikið var á Seltjarnarnesi. Úrslit leikja voru sem hér segir:
A-lið:
Keflavíkurpiltar sýndu sannkallaðan stórleik og sigruðu 9-0. Piltarnir léku við hvurn sinn fingur og áttu Seltyrningar engin svör við keflvískri sparklist. Sigurbergur Elísson var í sannkölluðum markaham og gerði 6 mörk. Þórður Rúnar Friðjónsson, Bojan Stefán Ljubicic og Magnús Þór Magnússon gerðu eitt hver.
B-lið:
Grótta - Keflavík: 1-3 (Andri Daníelsson, Viktor Smári Hafsteinsson og Pálmar Sigurpálsson)
C-lið:
Grótta - Keflavík: 5-4 (Daníel Gylfason 2, Eyjólfur Sverrisson og Eiður Guðjónsson)
D-lið:
Grótta - Keflavík: 3-3 (Bergþór Ingi Smárason 2 og Hafliði Már Brynjarsson)
Sigurbergur Elísson átti stórleik gegn Gróttu,
sem og aðrir félagar hans, og setti 6 mörk.