Fréttir

Knattspyrna | 31. júlí 2003

Úrslit hjá stelpunum

Á þriðjudag lék 4.flokkur kvenna gegn Fram í Safamýrinni, spilað var í A-liðum en Fram hefur ekki á að skipa B-liði.  Framstelpur voru einfaldlega sterkari í fyrri hálfleik og nýttu sér óspart stærð og styrkleika sinn.  Að sama skapi tókum við ekki á móti þeim ein og við getum.  Heimastúlkur leiddu í hlé 3-0.  Nú fóru okkar stelpur að láta finna fyrir sér og jafnaðist leikurinn nokkuð.  Þessi mótspyrna fór að fara í skapið á Frömmurum sem ætluðu sér að rúlla yfir okkur en tókst ekki að bæta við nema tveimur mörkum.  Nokkur þreyta virtist enn vera í okkar stelpum eftir ReyCup mótið sem spilað var um helgina.

4. flokkur kvenna, A-lið:
Fram - Keflavík: 5 - 0
Stúlka leiksins: Allar jafnar

3. flokkur kvenna lék í gær gegn Hamri frá Hveragerði í 7 mann liðum.  Ákveðið var að færa leikinn inn í Reykjaneshöll vegna veðurs.  Stelpurnar okkar leiddu í hálfleik 6-0 þrátt fyrir lélegan leik.  Hafi fyrri hálfleikur verið lélegur þá var sá seinni hreinasta hörmung hjá stelpunum og máttu þær sætta sig við 0-1 tap í hálfleiknum.  Ekki fleiri orð um þennann leik.

3. flokkur kvenna, 7 manna lið:
Keflavík - Hamar: 6 - 1 (Karen Sævarsdóttir 3, Heiða Guðnadóttir 2, Katrín Helga Steinþórsdóttir
Stúlka leiksins: Allar jafnar

Elís Kristjánsson þjálfari skrifar