Fréttir

Knattspyrna | 11. apríl 2005

Úrslit hjá stelpunum

Um helgina fóru fram fjölmargir leikir í Faxaflóamótinu í yngri flokkum kvenna.  Hér má sjá yfirlit yfir úrslit leikjanna og markaskorara Keflavíkur.

5. flokkur:
A-lið: Keflavík - Selfoss: 0-1
Þess má geta að nánast allt A-lið 5. flokks lék með B-liði 4. flokks á undan sínum leik.

B-lið: Keflavík - Selfoss: 5-1 (Alexandra, Kristrún, Sigurrós, Kara, sjálfsmark)

4. flokkur:
A-lið:  Keflavík - ÍA: 3-1 (Fanney, Sveindís, Íris) 
Eftir afleitan fyrri hálfleik og 0-1 undir í hlé rifu stelpurnar sig upp og náðu að innbyrða góðan sigur.

B-lið:  Keflavík - ÍA: 1-1 (Jóhanna)
Stelpurnar voru óheppnar að sigra ekki í þessum leik.  Sex stelpur úr 5. flokki léku með og stóðu sig virkilega vel.

3. flokkur:
Keflavík - Afturelding: 2-0 (Birna Marín, Sonja Ósk) 
Þetta var hörkuleikur og mikið um pústra.  Staðan í hálfleik var 1-0 og í þeim seinni hefðu stelpurnar vel getað sett fleiri en eitt mark, þær fengu tækifærin til þess en sigur hafðist þó og er það fyrir öllu.

Keflavík2 - Selfoss: 4-4 (Anna Rún 3, Fanney) 
Stelpurnar voru klaufar að vinna ekki þennan leik.  Eftir að hafa verið 3-1 yfir náðu gestirnir að jafna.  Keflavík komst síðan í 4-3 en Selfoss náði að jafna þegar 2 mínútur voru eftir.