Fréttir

Knattspyrna | 17. ágúst 2003

Úrslit hjá yngri flokkum stúlkna

4. og 3. flokkar kvenna luku keppni í Íslandsmóti í síðustu viku.

3. flokkur, 7 manna, lék gegn Ægi í Þorlákshöfn og sigur í þeim leik hefði tryggt stelpunum sæti í úrslitakeppni á Akureyri um næstu helgi.  Stelpurnar áttu frekar dapran fyrri hálfleik sem fór í 35 mínútur (leiktími 2x30 mín).  Í þeim seinni pressuðum við nokkuð að marki heimamanna og eftir nokkrar hornpyrnur í röð skoraði Eva beint úr einni þeirra.  Eftir markið fengu bæði lið tækifæri á að skora.  Loks kom mark og var það jöfnunarmark Ægisstúlkna á 34. mínútu.  Lokastaðan 1-1 og úrslitakeppnin úti.  Talað var við dómarann í hálfleik og honum bent á að leiktími í 3. flokki, 7 manna lið, væri 2x30 en í 11 manna 2x35.  Lítið var um svör.  Haft var samband við KSÍ og þeim bent á þetta en svörin frá þeim voru að úrslitin í leiknum stæðu og dómari hafi ekki vitað betur en að leiktími væri 2x35 í stað 2x30.  Eru þessi svör ansi góð til að losna við allt vesen og komast hjá að lið kæri úrslit leikja.  Þarna er ekkert annað verið að gera en að taka af okkur sæti í úrslitakeppni.

3. flokkur kvenna, 7 manna lið:
Ægir Þorlákshöfn - Keflavík: 1 - 1 (Eva Kristinsdóttir)
Stúlka leiksins: Anna Rún Jóhannsdóttir

4. flokkur lék á Akranesi og var leikið bæði í A- og B-liðum.  Töluvert rok var á Skaganum sem stóð á annað markið.  Í A-liðum lékum við undan vindinum í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta okkur það og vorum undir í hlé 2-0.  Allt annað var að sjá til okkar í seinni hálfleik og náðum við að jafna leikinn og máttu Skagastúlkur svo sannarlega þakka fyrir þau úrslit.

Í leik B-liða var mikið jafnræði með liðunum allan leikinn.  Justyna kom okkur yfir 1-0 með góðu langskoti.  Skagastelpum tókst loks að jafna leikinn og skoruðu síðan sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok.  Miðað við hvernig þessi leikur spilaðist voru stelpurnar mjög svo óheppnar að tapa þessum leik.

4. flokkur kvenna, A-lið:
ÍA - Keflavík: 2 - 2 (Helena Rós Þórólfsdóttir 2)
Stúlka leiksins: Helena Rós Þórólfsdóttir og Laufey Ósk Andrésdóttir

4. flokkur kvenna, B-lið:
ÍA - Keflavík: 2 - 1 (Justyna Wroblewska)
Stúlka leiksins: Berta Björnsdóttir

Elís Kristjánsson þjálfari skrifar