Úrslit hjá yngri flokkunum
Það var nóg að gera hjá yngri flokkunum um helgina og fjölmargir leikir og mót í gangi.
4. flokkur karla
Keflavík (B) - Reynir S. (A): 1-6 (Jón Gunnar Jónsson)
Keflavík (A) - Fjölnir (A): 1-9 (Björgvin Magnússon)
3. flokkur karla
Keflavík - Fjölnir: 8-2 (Garðar Sigurðsson 2, Ágúst Hrafn Ágústsson 2, Jóhann Sævarsson, Birgir Arngrímsson, Ólafur Jón Jónsson, Davíð Skarphéðinsson)
5. flokkur karla
5. flokkurinn spilaði í Njarðvíkurmótinu á laugardaginn í Reykjaneshöllinni. Keflavík sigraði í flokki C-liða.
6. flokkur karla
6. flokkur spilaði í Njarðvíkurmótinu á sunnudaginn í Reykjaneshöllinni. Keflavík náði ekki að innbyrða sigur að þessu sinni.