Fréttir

Knattspyrna | 5. nóvember 2003

Úrslit í Faxaflóamótinu

Faxaflóamót yngir flokka eru í fullum gangi og hér koma úrslit úr síðustu leikjum.

3. flokkur karla 
Keflavík - Breiðablik: 0 - 5

4. flokkur karla, B-riðill   
Keflavík2 - Haukar: 8 - 5 (Bojan Stefán Ljubicic 3, Ómar Þröstur Hjaltason 2, Davíð Atlason 2 og Erlingur Helgason)


Stelpurnar í 3. flokki léku tvo leiki í síðustu viku í Faxaflóamótinu.  Fyrri leikurinn var gegn Aftureldingu og var leikið á Leiknisvelli.  Leiðindarok gerði það að verkum að varla var hægt að spila fótbolta að einhverju ráði.  Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Seinni leikurinn var gegn Breiðablik í Reykjaneshöllinni.  Stelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega og leiddu í hálfleik 1-0 með marki frá Andreu sem tók boltann af varnarmanni Blika sem var eitthvað að dóla með boltann inn í teig.  Snemma í seinni hálfleik jafna gestirnir eftir aukaspyrnu sem þær fengu á miðjum vallarhelming okkar.  Þær sendu boltann inn í teig þar sem þrjár Blikastelpur voru algjörlega óvaldaðar og áttu greiða leið að markinu.  Sigurmark gestanna kom um miðjan hálfleikinn þegar þær fengu hornspyrnu og ein af okkar stelpum varð fyrir því að skalla í eigið net er hún reyndi að hreinsa í burtu.  Eftir markið var settur meiri kraftur í sóknina og spilað með þriggja manna vörn; við fengum nokkur færi sem hefðu átt að nýtast en því miður tókst það ekki í þetta sinn.

3. flokkur kvenna 
Keflavík - Breiðablik: 1 - 2  (Andrea Frímannsdóttir)

Næsti leikur hjá 3. flokki er á sunnudaginn gegn HK í Fífunni Kópavogi og hefst leikurinn kl 11:30.  Faxaflóamótið hjá 4. flokki verður spilað á laugardaginn á Ásvöllum í Hafnarfirði, spilað er bæði í A- og B-liðum og er fyrsti leikurinn kl 11:00.