Úrslit í Futsal um helgina
Úrslitakeppni meistaraflokks karla á Íslandsmótinu innanhúss fer fram helgina 8.-10. janúar og verður leikið á Álftanesi og í Laugardalshöll. Keflavík leikur gegn Hvöt í Laugardalshöll á föstudag kl. 18:30. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir svo Víkingum Ólafsvík eða Hetti á laugardaginn kl. 10:00. Úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll sunnudaginn 10. janúar og hefst úrslitaleikur karla kl. 13:00.