Úrslit Landsbankamóts 5. flokks kvenna
Laugardaginn 9. desember héldu Landsbankinn og Keflavíkur mót fyrir 5. flokk kvenna í Reykjaneshöllinni. Mótið tókst með ágætum og var góð stemmning í Höllinni þennan dag. Við þökkum leikmönnum, þjálfurum og forráðamönnum liðanna fyrir þátttökuna og vonum að allir hafi átt góðan dag. Einnig þökkum við Landsbankanum fyrir ánægjulegt samstarf. Hér eru svo úrslit mótsins en leikið var í þremur deildum: Argentísku, Brasilísku og Ensku deildinni.