Fréttir

Knattspyrna | 30. maí 2010

Úrslit leikja hjá yngri flokkum

Hérna koma úrslit leika hjá yngri flokkum Knattspyrnudeildar frá vikunni sem er að líða, 24. til og með 30. maí.

4. flokkur kvenna keppti miðvikudaginn 26. maí:  Fjölnir - Keflavík, leiknum lauk með sigri Fjölnis 9 - 1

5. flokkur karla keppti líka miðvikudaginn 26. maí:  Keflavík - Valur, spilaðir voru 4 leikir hjá A,B,C og D liðum, úrslit leikja voru eftirfarandi:
A-lið gerði jafntefli 1-1, B-lið tapaði sínum leik 3-4, C-lið tapaði 2-4 og D-lið sigraði  3-2

5. flokkur kvenna keppti fimmtudaginn 27. maí:  ÍR - Keflavík, spilaðir voru tveir leikir hjá A og B liðum, úrslitin voru eftirfarandi:
A-lið tapaði sínum leik 3-1, markaskorari í þessum leik var Birgitta Hallgrímsdóttir, B-lið sigraði svo ÍR 2-4.  Aþena Elvör Ingibjargardóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 4 mörkin fyrir Keflavík.

3. flokkur karla keppti föstudaginn 28. maí:  FH-Keflavík, spilaðir voru tveir leikir hjá A og B liðum, úrslitin voru eftirfarandi:
A-lið sigraði sinn leik 0-1 en B-lið tapaði sínum 1-0

3. flokkur kvenna átti að keppa sunnudaginn 30. maí en leiknum var frestað til 10. júní.