Úrslit úr púttmóti Fjölskylduklúbbsins
Fjölskylduklúbbur Keflavíkur hélt púttmót í gær á púttvellinum við Mánagötu. Fjölmargir sáu sér fært að mæta. Leikmenn Keflavíkurliðsins mættu einnig ásamt fjölskyldum sínum. Hver og einn leikmaður valdi sér samspilara úr hópi barna í Fjölskylduklúbbnum. Spilaðar voru 18 holur. Eftir keppnina var haldið í K-húsið þar sem Óli Bjarna grillaði pulsur í mannskapinn og síðan voru kökur í eftirrétt. Að lokum fór fram verðlaunaafhending þar sem glæsileg verðlaun voru í boði.
Úrslit:
1. sæti: Eyþór Guðjónsson, 36 högg
2. sæti: Ingimundur Guðjónsson, 39 högg
3. sæti: Einar Þór Kjartanson, 40 högg
Bestu tilþrifin: Axel Fannar
Efnilegasti spilarinn: Kenneth Gustavsson
Fjórir leikmenn úr meistaraflokki voru jafnir með 37 högg:
Kenneth, Baldur, Magnús Þormar og Gummi Steinars.
Tókst þetta mót með miklum ágætum og vill Fjölskylduklúbburinn þakka öllum sem að því komu fyrir skemmtilega kvöldstund. Sérstaklega ber að þakka leikmönnum Keflavíkurliðsins sem gáfu sér tíma til að gleðja smáfólkið. Knattspyrnumennirnir okkar eru jú átrúnaðargoð barnanna og var þetta frábært tækifæri sem þau fengu til að leika sér með þeim.
Stjórn Fjölskylduklúbbs Keflavíkur
Mynd: Jón Örvar Arason