Úrslitakeppni 3. flokks
Um síðustu helgi lék 3. flokkur kvenna í úrslitakeppni Íslandsmótsins sem háð var í Kópavogi. Fyrsti leikurinn var gegn Breiðablik og tapaðist sá leikur 1-9 sem var óþarflega stórt tap. Fyrstu tuttugu mínúturnar vorum við að spila ágætlega og Blikar orðnar pirraðar að vera ekki búnar að koma á okkur marki. Eftir að þær skoruðu fyrsta markið hrundi okkar leikur, við gáfum þeim eftir miðjuna og allt of mikið pláss á vellinum til að athafna sig með boltann. Það má ekki gera gegn liði eins og Breiðablik, þær tóku öll völd á vellinum og röðuðu á okkur mörkum sem vel hefði verið hægt að koma fyrir með meiri ákveðni og grimmd.
Breiðablik - Keflavík: 9-1 (Helena Rós Þórólfsdóttir)
Leikurinn gegn HK byrjaði nokkuð vel og við komumst yfir 1-0 með marki frá Helenu. HK jafnaði fljótlega og komust síðan yfir 2-1. Karen náði síðan að jafna leikinn og allt í járnum, við vorum betri ef eithvað var. Lið HK fékk síðan vítaspyrnu á silfurfati frá dómara leiksinns og skoruðu úr henni. Nokkrum mínútum síðar áttum við að fá vítaspyrnu sem var svo augljós að það hálfa væri nóg en ekkert var dæmt. Virtist þessi dómur eitthvað fara í stelpurnar og fór allt í baklás. Andstæðingarnir gengu á lagið með eina eldfljóta frammi og stunguboltarnir voru nánast það eina sem þær gerðu í leiknum. Þetta gekk upp og við áttum í virkilega miklum vandræðum í vörninni þó að tvær hafi verið settar þeirri fljótu til höfuðs. Við vorum langt í frá að vera lakari liðið þrátt fyrir stórt tap. Munurinn á liðunum í þessum leik var að allt gekk upp hjá HK en að sama skapi vorum við ekki að nýta okkar færi hvort sem að við komumst einar á móti markmanni eða með skotin okkar.
HK - Keflavík: 8-2 (Helena Rós Þórólfsdóttir, Karen Sævarsdóttir)
Stelpurnar hafa nú tryggt sér sæti í A-riðli næsta sumar sem var takmarkið fyrir mót. Eru þær því með sterkustu liðum hér á SV-horninu sem er frábært.
Elis Kristjánsson, þjálfari