Úrslitakeppni Íslandsmóts 3. flokks kvenna fer fram nú um helgina og er Keflavík meðal liða sem þar taka þátt. Fyrsti leikur liðsins er gegn Breiðablik föstudaginn 27. ágúst kl. 18:30 á Smárahvammsvelli í Kópavogi. Á laugardag spila þær gegn HK í Fagralundi í Kópavogi og hefst sá leikur kl.14:00. Stuðningsmenn eru hvattir til að láta sjá sig á vellinum.