Úrslitakeppni 3. flokks kvenna í dag
Í dag kl 17:30 fer fram á Sandgerðisvelli undanúrslitaleikur Íslandsmóts 3. flokks kvenna þegar Keflavíkurstelpur leika gegn GRV. Sigurvegari þessa leiks mun síðan mæta Breiðablik eða Aftureldingu í úrslitaleik n.k. sunnudag kl. 12:00 á ÍR-velli í Mjóddinni. Stelpurnar vilja hvetja alla þá sem tök hafa á að mæta í Sandgerði og hvetja þær áfram.