Fréttir

Knattspyrna | 28. ágúst 2003

Úrslitakeppni 4. flokks um helgina

Lið Keflavíkur í 4. flokki leikur í úrslitakeppni Íslandsmóts 4. flokks um helgina.  Fyrsti leikur liðsins er á morgun föstudag gegn Aftureldingu.  Við hvetjum fólk til að mæta á leikina um helgina og hvetja strákana til dáða en þeir komust óvænt í úrslitakeppnina og hafa sýnt góðan leik og mikið keppnisskap í allt sumar.

Dags.  Völlur  Leikur 

Kl. 

Föstudagur 29. ágúst Keflavíkurvöllur Keflavík - Afturelding

17:30

Laugardagur 30. ágúst Njarðvíkurvöllur Breiðablik - Keflavík 16:30
Sunnudagur 31. ágúst Keflavíkurvöllur Keflavík - KA 14:00

Sigurliðið í þessum riðli leikur síðan gegn sigurliði úr hinum riðli úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.  Úrslitaleikurinn fer síðan fram fimmtudaginn 4. september.