Fréttir

Knattspyrna | 20. ágúst 2004

Úrslitakeppni 5. flokks um helgina

Úrslitakeppni 5. flokks karla hefst í dag föstudag og eru Keflavíkurpiltar á meðal þátttökuliða.
Alls hafa 12 lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og hefur þessum liðum verið skipt niður í fjóra riðla, þar sem 3 lið eru í hverjum riðli.
Í úrslitakeppninni er leikið í A- og B-liðum.  Sigur í A-liða leik gefur 3 stig, sigur í B-liða leik gefur 2 stig og jafntefli gefur alltaf 1 stig.  Stig A- og B-liða eru svo lögð saman.

Tveir eftirtaldir riðlar verða leiknir á Framvellinum í Reykjavík:
Riðill 1:  Fylkir, Reynir/Víðir, Fram
Riðill 2:  Keflavík, FH, Stjarnan

Tvö efstu liðin úr riðli 1 og 2 komast áfram og leika krossspil; sigurvegarar krossspilsins leika svo til undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Tveir eftirtaldir riðlar verða leiknir á Sauðárkróki:
Riðill 3:  Njarðvík, Tindastóll, Þróttur N.
Riðill 4:  ÍA, KA, Fjölnir

Tvö efstu liðin úr riðli 3 og 4 komast áfram og leika krossspil; sigurvegarar krossspilsins leika svo til undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Liðið sem sigrar undanúrslitaleikinn á Framvelli og liðið sem sigrar undanúrslitaleikinn á Sauðárkróki leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á Stjörnuvelli í Garðabæ, sunnudaginn 29. ágúst.

Keflavík leikur sinn fyrsta leik í dag, föstudaginn 20. ágúst gegn FH.  Þessi lið áttust einmitt við í úrslitaleiks Essomótsins á Akureyri fyrr í sumar en þar höfðu FH-ingar betur í hörkuleik, 1-0.  Leikur A-liðanna hefst kl. 14:00 og leikur B-liðanna kl. 15:00.
Síðari leikur Keflavíkur í riðlinum verður gegn Stjörnunni og fer leikurinn fram á laugardaginn kl. 11:00 hjá A-liðinu og kl. 12:00 hjá B-liðinu.
Ef Keflavík kemst áfram úr riðlinum leika piltarnir í krossspili kl. 16:30 (B-lið) og 17:30 (A-lið) á laugardeginum.  Ef liðið sigrar í þeirri viðureign verður leikur kl. 11:00 (B-lið) og 12:00 (A-lið) á sunnudeginum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með gengi piltanna á helginni en þeir hafa staðið sig mjög vel í sumar og eru þarna á ferðinni stórefnilegir knattspyrnumenn.

Eftirtaldir leikmenn skipa A-liðið:
Árni Freyr Ásgeirsson (markvörður), Brynjar Sigurðsson (fyrirliði), Baldur Guðjónsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon, Pálmar Sigurpálsson, Sigurbergur Elísson, Trausti Örvar Jónsson og Þórður Rúnar Friðjónsson.

Eftirtaldir leikmenn skipa B-liðið:
Aron Ingi Valtýsson, Andri Þór Daníelsson, Davíð Guðlaugsson, Eiður Örn Guðjónsson, Eyjólfur Sverrisson, Eyþór Ingi Júlíusson, Kristján Helgi Olsen, Kristján Þór Smárason, Sævar Freyr Eyjólfsson, Viktor Smári Hafsteinsson og Þorsteinn Logi Karlsson.

Stefnt er á að uppfæra úrslit leikjanna hér á síðunni strax að leikjunum loknum.  Keflvíkingar eru hvattir til þess að láta sjá sig í Safamýrinni á helginni og styðja piltana til sigurs.  ÁFRAM KEFLAVÍK!!!!


5. flokkur Keflavíkur í baráttuhug!!