Úrslitakeppni 6. flokks um helgina
Á komandi helgi fer úrslitakeppni Pollamóts KSÍ (Íslandsmót 6. flokks) fram á Fylkisvellinum í Árbænum. A-lið Keflavíkur ávann sér þátttökurétt í úrslitakeppninni með því að sigra sinn riðil sem leikinn var á ÍR-vellinum fyrr í sumar. Leikið verður í tveimur riðlum og er Keflavík í riðli með Breiðablik 2, Fylki og Grindavík. Í hinum riðlinum leika Breiðablik, Þróttur 2, ÍA og ÍR.
Leikir Keflavíkur eru sem hér segir:
Laugardagur 20. ágúst:
kl. 12:40 Keflavík – Breiðablik 2
kl. 14:40 Fylkir – Keflavík
Sunnudagur 21. ágúst:
kl. 10:40 Keflavík – Grindavík
Seinni leikur sunnudags veltur á hvernig gengur í riðlakeppninni.
kl. 12:40 Leikur um 7. sæti (lið sem enda í 4. sæti í riðlunum)
kl. 13:20 Leikur um 5. sæti (lið sem enda í 3. sæti í riðlunum)
kl. 14:00 Leikur um 3. sæti (lið sem enda í 2. sæti í riðlunum)
kl. 15:20 Leikur um 1. sæti (lið sem enda í 1. sæti í riðlunum)
Eftirtaldir leikmenn skipa lið Keflavíkur:
Axel Pálmi Snorrason, Ási Skagfjörð Þórhallsson, Björn Elvar Þorleifsson, Elías Már Ómarsson, Eyþór Guðjónsson, Ólafur Ingvi Hansson, Ívar Gauti Guðlaugsson, Samúel Kári Friðjónsson, Sigmundur Árni Guðnason og Tómas Orri Grétarsson.
Strákunum sendum við baráttu kveðjur og ósk um gott gengi.
ÁFRAM KEFLAVÍK !
Eyþór, Samúel, Elías, Ási og Axel eru allir í A-liði 6. flokks.