Úrslitakeppni eldri flokks: Keflavík - Carl á þriðjudag
Riðlakeppni í eldri flokki er nú lokið og við tekur úrslitakeppni. Keflavík sigraði sinn riðill á sannfærandi hátt, en liðið hefur ekki tapað leik s.l. þrjú keppnistímabil. Í úrslitakeppninni taka þátt 4 lið, 3 efstu liðin úr A - riðli (Keflavík, ÍR og Víkingur) og sigurliðið úr B - riðli (Carl). Um er að ræða útsláttarkeppni, sigurliðin í undanúrslitunum spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn miðvikudaginn 14. október. Keflavík tekur á móti liði Carls í Reykjaneshöll þriðjudaginn 6. október kl. 20:00 í undanúrslitum.
Lið Carls var mikið í fréttum í sumar þegar liðið tók þátt í bikarkeppni KSÍ og var m.a. slegið úr keppni af Íslandsmeisturum FH. Í liði Carls eru margar "gamlar" og þekktar kempur og má þar helst nefna sjónvarpsspekinginn Tómas Inga Tómasson, Finn Kolbeinsson, Þorvald Makan Sigbjörnsson, Kristinn Tómasson, Hörð Má Magnússon, Sverri Sverrisson (bróðir Eyjólfs) og Hermann Arason.
En það eru ekki síðri kempur í Keflavíkurliðinu en leikmannahópur liðsins er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Ólafur Pétursson (m)
Garðar Már Newman
Georg Birgisson
Guðmundur Þór Brynjarsson
Gunnar Oddsson
Gunnar Magnús Jónsson
Haukur Benediktsson
Ingvar Georgsson
Jakob Már Jónharðsson
Jóhann Steinarsson
Jóhann B. Magnússon
Karl Finnbogason
Kristinn Guðbrandsson
Kristján Freyr Geirsson
Ólafur Þór Gylfason
Ragnar Steinarsson
Sigmar Birgisson Scheving
Zoran Daníel Ljubicic
Þjálfari: Guðmundur Steinarsson
Dómari leiksins er Skagamaðurinn knái Ægir Magnússon.
Fólk er hvatt til þess að leggja leið sína í Reykjaneshöllina og sjá gamla og lipra takta. Það er Íslandsmeistaratitill í húfi fyrir félagið.
ÁFRAM KEFLAVÍK !!!
Jakob Már Jónharðsson hefur skorað grimmt í sumar en hann hefur gert 23 mörk af 51 marki liðsins!
Hvað skorar Jakob Már mörg gegn Carl?