Fréttir

Knattspyrna | 21. ágúst 2004

Úrslitakeppni framundan hjá 3. flokki kvenna

Stúlkurnar í 3. flokki léku síðasta leik sinn í riðlakeppni á Íslandsmótinu s.l. mánudag gegn Fylki í Árbænum.  Stelpurnar voru búnar að sigra riðilinn og tryggja sér rétt í úrslitakepninni og um leið sæti í A-deild næsta sumar.  Takmarkið var að klára þessa keppni með fullt hús stiga, ekki tókst það því leikurinn tapaðist 1-2.  Fylkir fékk aðeins fjögur færi í leiknum og náði að skora tvö mörk á meðan okkar stelpum var algjörlega fyrirmunað að setja knöttinn í netið.  Mark okkar liðs setti Birna Marín Aðalsteinsdóttir með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Helenu Rós.

Nú er það úrslitakeppnin sem tekur við um næstu helgi og er ekki útséð hvar hún verður spiluð en við segjum nánar frá því hér þegar þar að kemur.