Fréttir

Knattspyrna | 13. maí 2005

Úrslitaleikur hjá 3. flokki í dag

Lið Keflavíkur 2 í 3. flokki kvenna leikur í dag úrslitaleik gegn GRV (Grindavík, Reynir, Víðir) í Faxaflóamótinu.  Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl.18:00.  Til gamans má geta þess að Keflavík 2 í 3. flokki er nánast eingöngu skipað stúlkum úr 4. flokki.